Difference between revisions 1252818 and 1252823 on iswiki

'''Bógus''' er [[hljómsveit]] frá Suðurnesjum var sem var stofnuð þann 2. nóvember 1992 af þeim Agnari Júlíussyni trommuleikara, Bjarna Stefánssyni gítarleikara, Tómasi Tómassyni bassaleikara, Ingimundi Loftsyni söngvara og Eiríki Walterssyni hljómborðsleikara. Seinna meir gekk í bandið Bergur Sigurðsson gítarleikari, sá hinn sami og er núverandi framkvæmdastjóri þingsflokks Vinstri grænna þegar þetta er skrifað. 

Voru haldnir nNokkrir tónleikar voru haldnir þar sem ábreiðutónlist var í fyrirrúmi og einna þekktast var þegar hljómsveitin leigði húsið Sæborgu sem var þá í eigu Verkalýðs- og sjómannafélag Garðs til höfuðs 17. júní nefnd Garðs sem hafði afþakkað þjónustu hljómsveitarinnar. Þarf ekki að spyrja að því að Sæborg troðfylltist á kostnað 17. júní nefndarinnar í Samkomuhúsi Garðs sama kvöld. Var svo vel troðið í húsið að brunaboðarnir gáfu sig fyrir rest undan mannhafinu.

(contracted; show full)

Alla tíð síðan Bógus var stofnuð fyrir rúmum 20 árum síðan hafa söngkonur verið með í för og þegar þetta er skrifað heitir hún Katrín Sjöfn.

Í þessari núverandi mynd hefur Bógus spilað á nokkrum uppákomum, sem dæmi jólahlaðborði, sjómannadagsballi, nokkrum sinnum á Paddy's Irish Pub í Reykjanesbæ (troðfullt í öll 5 skiptin), ásamt því að spila á bæjarhátíðum á Suðurnesjum og þvælast út á land vegna árshátíðar.

{{S|1992}}