Difference between revisions 1318965 and 1474316 on iswiki

{{lágstafur}}
[[Mynd:Ordabok.is.png|thumb|250px|Skjáskot heimasíðu ordabok.is á ensku.]]
'''Orðabók.is''' er [[vefsíða]] þar sem hægt er að leita að orðum á [[íslenska|íslensku]], [[enska|ensku]] eða [[danska|dönsku]] og þýða á milli þessara tungumála. Orðabókin er með [[fallbeyging]]um fyrir [[nafnorð]] og [[lýsingarorð]] og hefur gagnagrunn af [[kennimynd]]um sagnorða. Notendur þurfa að gerast áskrifendur til þess að nota tvítyngdu orðabókina en hægt er að nota beygingarlýsing, og flestar aðgerðir, en hægt er að fá fría áskrift sem gefur aðgang að vissri prósentu orðabókarinnar án áskriftar. Hægt er að nota vefsíðuna á íslensku eða ensku.

Vefsíðan gefur líka út [[Tölvuorðabókin]]a, sem er [[hugbúnaður]] fyrir [[Microsoft Windows]] og gerir notendum kleift að nota orðabókina án innskráningar á vefsíðuna. Notendur þurfa að vera með sérstaka áskrift til að nota hana. Annar hugbúnaður sem vefsíðan gefur út er [[Málfar]], leiðréttingaforrit sem er líka hannað fyrir Windows.

Þann [[24. mars]] [[2009]] gaf vefsíðan út fyrstu íslensku stafsetningarorðabókina á netinu og þann [[10. apríl]] voru 1.036 ný uppflettiorð sett inn á vefsíðunaVefsíðan hefur frá stofnun árið 2001 sífellt bætt við nýjungum. Sem dæmi má nefna tugir þúsunda viðbóta við orðasöfnin, fyrstu íslensku stafsetningarorðabókina á netinu og fleira.

Flest stór fyrirtæki og stofnanir á Íslandi eru áskrifendur að ordabok.is. Fjöldi einstaklinga er líka með áskrift, einkum námsfólk og fólk í tungumálavinnu, svo sem þýðendur.

== Tengt efni ==
* [[Snara.is]]

== Tenglar ==
* [http://ordabok.is/ Heimasíða]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4117322 ''Hugmyndin smellpassaði''; grein í Fréttablaðinu 2009]

{{stubbur}}

[[Flokkur:Orðabækur]]
[[Flokkur:Íslenskar vefsíður]]