Difference between revisions 1468803 and 1490929 on iswiki[[Mynd:Adolf_Hitler.png|thumb|right|[[Adolf Hitler]] með [[hakakross]]inn, tákn nasismans, á upphandleggnum.]] '''Nasismi''' eða '''þjóðernisjafnaðarstefna''' er sú skoðun, að þjóðir skipti meginmáli, vilji þeirra og þróttur. [[jafnaðarstefna|Jafnaðarmenn]] hafi rangt fyrir sér um það, að mannkynið greinist í stéttir, sem hafi ólíka hagsmuni. Í stað þess að leggja [[kapítalismi|kapítalismann]] niður eigi að beita honum til að efla vöxt og viðgang þjóðanna. Ríkið eigi ekki að láta atvinnulífið afskiptalaust, eins og frjálshyggjumenn [[19. öld|19. aldar]] hafi hugsað sér, heldur stýra því styrkri hendi. Þótt nasistar hafi þannig kennt sig í senn við þjóðerni og jöfnuð var eiginlegur jöfnuður þjóða þó ekki stefnumál þeirra, heldur trúðu þeir á yfirburði hvíta kynstofnsins, [[Aríar|Aría]], sem þeir töldu rétthærri öðrum þjóðum. Stefna [[Nasistaflokkurinn|Nasistaflokksins]] var að tryggja hvíta kynstofninum, einkum þýsku þjóðinni, heimsyfirráð og aukið landrými með því að ryðja burt þjóðunum austan Þýskalands. [[Gyðingar]] voru að mati nasista stærsta ógnin við aríska kynstofninn. Í [[Þýskaland]]i náðu nasistar undir forystu [[Adolf Hitler|Adolfs Hitlers]] völdum [[1933]] og héldu þeim fram til [[1945]] þegar Þýskaland var sigrað í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni. Nefndist flokkur þeirra „[[Nasistaflokkurinn |Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei]]“ (''Þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkurinn'' — stundum nefndur ''Þjóðernisjafnaðarmannaflokkurinn''), skammstafað NSDAP. Er orðið „nasisti“ runnið þaðan. Flokkar með svipaða stefnu höfðu völdin víða í [[Evrópa|Evrópu]] árin milli stríða, 1918-1939. Þótt nasistar hafi sjálfir kennt sig við jafnaðarstefnu eða sósíalisma, er alla jafna gerður greinarmunur þar á og í yfirlitsritum um stjórnmálastefnur er nasismi sjaldnast talinn með jafnaðarstefnum. Nasistar kynntu málstað sinn sem samruna ólíkra stefna en meirihluti fræðimanna telur nasisma til [[öfgahægristefna]]. [[Þjóðernishreyfing Íslendinga|Flokkur þjóðernissinna]] starfaði á Íslandi á fjórða áratug [[20. öld|20. aldar]]. Hefur því löngum verið haldið fram að hann hafi haft sáralítið fylgi. == Tengt efni == * [[Fasismi]] * [[Gyðingahatur]] * [[Helförin]] * [[Kynþáttahyggja]] * [[Seinni heimsstyrjöldin]] * [[Versalasamningurinn]] * [[Þjóðernishyggja]] {{stubbur|saga}} [[Flokkur:Stjórnmálastefnur]] [[Flokkur:Seinni heimsstyrjöldin]] {{Tengill GG|no}}⏎ {{Tengill ÚG|pt}} All content in the above text box is licensed under the Creative Commons Attribution-ShareAlike license Version 4 and was originally sourced from https://is.wikipedia.org/w/index.php?diff=prev&oldid=1490929.
![]() ![]() This site is not affiliated with or endorsed in any way by the Wikimedia Foundation or any of its affiliates. In fact, we fucking despise them.
|