Revision 1252823 of "Bógus" on iswiki'''Bógus''' er [[hljómsveit]] frá Suðurnesjum sem var stofnuð þann 2. nóvember 1992 af þeim Agnari Júlíussyni trommuleikara, Bjarna Stefánssyni gítarleikara, Tómasi Tómassyni bassaleikara, Ingimundi Loftsyni söngvara og Eiríki Walterssyni hljómborðsleikara. Seinna meir gekk í bandið Bergur Sigurðsson gítarleikari, sá hinn sami og er núverandi framkvæmdastjóri þingsflokks Vinstri grænna þegar þetta er skrifað.
Nokkrir tónleikar voru haldnir þar sem ábreiðutónlist var í fyrirrúmi og einna þekktast var þegar hljómsveitin leigði húsið Sæborgu sem var þá í eigu Verkalýðs- og sjómannafélag Garðs til höfuðs 17. júní nefnd Garðs sem hafði afþakkað þjónustu hljómsveitarinnar. Þarf ekki að spyrja að því að Sæborg troðfylltist á kostnað 17. júní nefndarinnar í Samkomuhúsi Garðs sama kvöld. Var svo vel troðið í húsið að brunaboðarnir gáfu sig fyrir rest undan mannhafinu.
Bergur tók síðan upp á því að flytjast búferlum erlendis og tók Halldór Hólm Kristjánsson við gítarnum um sinn. Fyrsta gigg Halldórs með Bógus (og nota bene fyrsta æfing) var afmæli litlu systur Bjarna sem hafði heimtað að fá hljómsveitina í afmælisgjöf.
Einnig hefur bassaleikarinn Gunnar Ingi komið við sögu hljómsveitarinnar, þegar Tómas lét sig einnig hverfa til útlanda.
Eins og gengur og gerist þegar unglingsárin flýja umvörpum af hljómsveitarmeðlimum þá lagðist sveitin í dvala, allt þar til ársins 2011 þegar vinur Agnars birtist honum í draumi og heimtaði annað hvort að tilvonandi krógi Agnars myndi bera nafn vinarins eða þá að hljómsveitin Bógus spilaði í fertugsafmæli hans árið á eftir. Af þessu tvennu þá valdi Agnar skárri kostinn augljóslega og endurvakti Bógus. Illt var þó í efni, því upprunalegu liðsfélagarnir voru dreifðir um víða veröld, nema Bjarni sem sló til.
Fengu þeir félagar til liðs við sig bræðurna Bergþór og Ágúst, sem spila að gítar og bassa í þessari röð.
Söngvari hljómsveitarinnar Fram Komu fylgdi með í kaupunum, Eðvarð, en Agnar og Bjarni höfðu verið í þeirri hljómsveit um stutta stund áður en Bógus varð til að nýju.
Alla tíð síðan Bógus var stofnuð fyrir rúmum 20 árum síðan hafa söngkonur verið með í för og þegar þetta er skrifað heitir hún Katrín Sjöfn.
Í þessari núverandi mynd hefur Bógus spilað á nokkrum uppákomum, sem dæmi jólahlaðborði, sjómannadagsballi, nokkrum sinnum á Paddy's Irish Pub í Reykjanesbæ (troðfullt í öll 5 skiptin), ásamt því að spila á bæjarhátíðum á Suðurnesjum og þvælast út á land vegna árshátíðar.
{{S|1992}}All content in the above text box is licensed under the Creative Commons Attribution-ShareAlike license Version 4 and was originally sourced from https://is.wikipedia.org/w/index.php?oldid=1252823.
![]() ![]() This site is not affiliated with or endorsed in any way by the Wikimedia Foundation or any of its affiliates. In fact, we fucking despise them.
|