Revision 1369568 of "Balar" on iswiki

'''Balar''' eru landsvæðið milli [[Bjarnarfjörður|Bjarnarfjarðar]] og [[Kaldbaksvík]]ur á [[Strandir|Ströndum]] á um 12-13 [[kílómetri|km]] svæði. Það er undirlendisræma undir grýttum fjallshlíðum [[Balafjöll|Balafjalla]]. Landið allt er fremur grýtt og gróðurlítið og virðist ekki vel fallið til [[landbúnaðar]] við fyrstu sýn, en [[fjörubeit]] er mikil. Talsvert rekur þar af [[rekaviður|rekaviði]] á [[fjara|fjörur]]. Lendingar voru góðar og [[heimræði]] stundað af hverjum bæ. Enginn hefðbundinn [[búskapur]] er lengur á svæðinu og þau hús sem enn standa uppi eru nýtt til sumardvalar og hlunnindabúskapar af rekaviði og [[æðarfugl]]i.

== Jarðir á Bölum==

*[[Reykjarvík]] ''(sumardvalarstaður)''
*[[Brúará (Ströndum)|Brúará]] ''(í eyði)
*[[Asparvík]] ''(í eyði)''
*[[Eyjar á Bölum|Eyjar]] ''(sumardvalarstaður, hlunnindabúskapur)''

[[Flokkur:Strandir]]