Revision 1424664 of "Nasismi" on iswiki[[Mynd:Adolf_Hitler.png|thumb|right|[[Adolf Hitler]] með hakakrossinn, tákn nasismans, á upphandleggnum.]]
'''Nasismi''' eða '''þjóðernisjafnaðarstefna''' er sú skoðun, að þjóðir skipti meginmáli, vilji þeirra og þróttur. [[jafnaðarstefna|Jafnaðarmenn]] hafi rangt fyrir sér um það, að mannkynið greinist í stéttir, sem hafi ólíka hagsmuni. Í stað þess að leggja [[kapítalismi|kapítalismann]] niður eigi að beita honum til að efla vöxt og viðgang þjóðanna. Ríkið eigi ekki að láta atvinnulífið afskiptalaust, eins og frjálshyggjumenn 19. aldar hafi hugsað sér, heldur stýra því styrkri hendi. Þótt nasistar hafi þannig kennt sig í senn við þjóðerni og jöfnuð var eiginlegur jöfnuður þjóða þó ekki stefnumál þeirra, heldur trúðu þeir á yfirburði hvíta kynstofnsins, aría, sem þeir töldu rétthærri öðrum þjóðum. Stefna flokksins var að tryggja hvíta kynstofninum, einkum þýsku þjóðinni, heimsyfirráð og aukið landrými með því að ryðja burt þjóðunum austan Þýskalands. Gyðingar voru að mati nasista stærsta ógnin við aríska kynstofninn.
Í Þýskalandi náðu nasistar undir forystu [[Adolf Hitler|Adolfs Hitlers]] völdum [[1933]] og héldu þeim fram til [[1945]] þegar Þýskaland var sigrað í [[Seinni heimsstyrjöldin]]ni. Nefndist flokkur þeirra „Die National-Sozialistische Deutsche Arbeiterpartei“ (''Hinn þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkur'' — stundum nefndur ''Þjóðernisjafnaðarmannaflokkurinn''), skammstafað N. S .D. A. P. Er orðið „nasisti“ runnið þaðan. Flokkar með svipaða stefnu höfðu völdin víða í Evrópu árin milli stríða, 1918-1939. Þótt nasistar hafi sjálfir kennt sig við jafnaðarstefnu eða sósíalisma, er alla jafna gerður greinarmunur þar á og í yfirlitsritum um stjórnmálastefnur er nasismi sjaldnast talinn með jafnaðarstefnum. Nasistar kynntu málstað sinn sem samruna ólíkra stefna en meirihluti fræðimanna telur nasisma til [[öfgahægristefna]]. [[Þjóðernishreyfing Íslendinga|Flokkur þjóðernissinna]] starfaði á Íslandi á 4. áratug, en hafði sáralítið fylgi.
== Tengt efni ==
* [[Fasismi]]
* [[Gyðingahatur]]
* [[Helförin]]
* [[Kynþáttahyggja]]
* [[Seinni heimsstyrjöldin]]
* [[Versalasamningurinn]]
* [[Þjóðernishyggja]]
{{stubbur|saga}}
[[Flokkur:Stjórnmálastefnur]]
[[Flokkur:Seinni heimsstyrjöldin]]
{{Tengill GG|no}}
{{Tengill ÚG|pt}}All content in the above text box is licensed under the Creative Commons Attribution-ShareAlike license Version 4 and was originally sourced from https://is.wikipedia.org/w/index.php?oldid=1424664.
![]() ![]() This site is not affiliated with or endorsed in any way by the Wikimedia Foundation or any of its affiliates. In fact, we fucking despise them.
|