Revision 1514866 of "Bologna" on iswiki

[[Mynd:Bologna-SanPetronioPiazzaMaggiore1.jpg|thumb|right|Péturstorgið í Bologna]]
<onlyinclude>
'''Bologna''' er [[borg]] í [[hérað]]inu [[Emilía-Rómanja]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Hún er [[höfuðstaður]] héraðsins með 384.202  íbúa ([[31. desember]] [[2013]]). Svæðið þar sem borgin stendur hefur verið byggt mönnum að minnsta kosti frá [[9. öld f.Kr.]] ([[Villanovamenningin]]). Svæðið varð hluti af [[yfirráðasvæði]] [[Gallar|Galla]] á [[Norður-Ítalía|Norður-Ítalíu]] þar til [[Rómaveldi|Rómverjar]] ráku þá burt [[196 f.Kr.]]. Það voru síðan Rómverjar sem stofnuðu borgina [[Bononia]] árið [[189 f.Kr.]].
</onlyinclude>
Þessi ævaforna borg er einkum fræg sem [[háskólaborg]] og [[Bolognaháskóli]] (stofnaður [[1088]]) er almennt talinn elsti [[háskóli]] heims. Eitt af [[kennileiti|kennileitum]] borgarinnar eru skökku [[turnarnir tveir í Bologna|turnarnir tveir]] [[Torre Asinelli]] (97 [[metri|m]]) og [[Torre della Garisenda]] (upphaflega 60 m en nú 48 m) sem reistir voru á [[13. öld]].

== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=435662&pageSelected=4&lang=0 ''Menn móta hér viðhorf sitt til heimsins''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989]

[[Flokkur:Bologna| ]]