Revision 12360 of "Hjálp:Nýjar myndir" on iswikisource

{{Hjálparröð}}
Við villulestur finnur þú stundum myndir sem þarf að bæta við bókina. Hérna á eftir eru leiðbeiningar til að fá mynd í sem bestu gæðum, hvernig eigi að hlaða henni inn og setja hana í bókina.

== Sækja/Búa til mynd í háum gæðum ==
Fyrst þurfum við að búa til myndaskrá.

=== Landsbókasafn og eigin skrár ===
Fyrir bækur sem þú hefur skannað sjálfur er best fyrir þig að nota myndaskránna sem þú fékkst fyrir viðkomandi blaðsíðu við það að skanna hana. Á sama hátt ef bókin er frá landsbókasafni er best að sækja jpeg skrá blaðsíðunnar.

=== Google books og Internet Archive ===
Fyrir PDF skrár frá Google Books og Internet Archive eru tveir möguleikar. Sá fyrri er einfaldari en virkar eingöngu fyrir myndir sem ná yfir alla síðuna.

==== Heilsíðu myndir ====
Fyrir heilsíðu myndir getur þú notast við kóðann <nowiki>{{hrá mynd|{{subst:PAGENAME}}}}</nowiki> á þá blaðsíðu sem myndin er á. Sniðið skilar óþjappaðri mynd á síðuna.

==== Minni myndir ====
Fyrir minni myndir er best að breyta þeim yfir í myndaskrá. DjVu skrár, til dæmis frá Internet Archive, geyma myndir í lélegum gæðum sem stafar af því að þjöppunin í DjVu er mjög mikil og einnig er þjöppuninn sérstaklega ætluð fyrir texta. Þegar þú býrð til myndaskrár frá Internet Archive notaðu alltaf PDF.

Til þess að breyta PDF skránni getum við notað Ghostscript sem virkar fyrir Linux, Windows og Mac OS X. Ghostscript hefur ekkert notendaviðmót, en fyrir Windows er til forritið GSview sem er notendaviðmót fyrir Ghostscript.

Fyrst þurfum við að setja upp Ghostscript. [http://www.ghostscript.com/download/gsdnld.html Hladdu niður Gostscript] og settu það upp.

Opnaðu Command Prompt í Windows eða Terminal í annaðhvort Linux eða Mac OS X. Á hjálparsíðunni [[Hjálp:Setja texta á stafrænt form]] nefndum við að það væri gott að skanna í 300 dpi upplausn og í fullum lit. Hér breytum við skránni miðað við þær forsendur. Eftirfarandi skipun tekur einnig mið af eftirfarandi atriðum:
# Að pdf skráin heiti myscan.pdf
# Að png skráin sem verður búin til eigi að heita myscan.png
# Að blaðsíðan með myndinni sé sú fyrsta

<code>gs -q -sDEVICE=png16m -dBATCH -dNOPAUSE -dFirstPage=1 -dLastPage=1 -r300 -sOutputFile=myscan.png myscan.pdf</code>

Þú þarft eflaust að breyta skipuninni. -dFirstPage er fyrsta blaðsíðan sem á að breyta í png og -dLastPage er sú síðasta. Yfirleitt er þetta sama síðan, nema það séu nokkrar blaðsíður með myndum í röð sem þú viljir breyta í einu. -sOutPutFile er skráin sem verður búin til. Að lokum kemur nafn pdf skráarinnar.

== Laga myndina til ==
Næsta skref er að opna myndaskránna í myndvinnsluforriti. Klipptu myndina til svo hvorki autt pláss né texti fylgi með. Ef einhver skekkja er á myndinni, leiðréttu hana með því að snúa myndinni.

== Hlaða myndinni inn ==
Skránni er hlaðið inn á sameiginleigan myndagrunn, Wikimedia commons, sem wikiheimild og systurverkefni hennar nota. Myndir úr bókum falla úr höfundarétti á sama tíma og undir sömu skilyrðum og bókin sjálf. [{{fullurl:commons:special:UploadWizard|lang=is}} Hladdu myndinni inn] með lýsandi skráarnafni, ítarlegum upplýsingum um myndina, uppruna og höfund.

== Innsetning mynda ==
Til þess að setja inn mynd farðu fyrst á síðuna þar sem myndin á að fara á og smelltu á "breyta"-flipann. Næst smellir þú á myndahnappinn [[Mynd:Toolbar insert file.png|22px|alt=Bæta við mynd]]. Þá færð þú upp valmynd með eftirfarandi möguleikum:
*Skráarnafn er titill myndarinnar
*Í myndlýsingu er myndinni lýst í samhengi við það sem kemur fram í texta greinarinnar
*Stærð segir til um hversu stór myndin á að birtast í dílum.
*Jöfnun segir til um hvar myndin á að vera, hægra megin, vinstra megin eða í miðjunni.
*Snið gefur upp fjóra möguleika.
**Thumbnail býr til smámynd og sýnir myndlýsingu.
**Framed virkjar ramma utan um myndina án myndlýsingar og birtir myndina í fullri stærð.
**Frameless býr til smámynd en hefur engann ramma, né myndlýsingu.

Fylltu út þessa möguleika svo hún líti svipað út og í bókinni sjálfri. Smelltu á "Vista" þegar þú ert sátt/ur við útkomuna.

[[Flokkur:Hjálp]]
[[Flokkur:Wikiheimild]]

[[ar:مساعدة:إضافة الصور]]
[[en:Help:Adding images]]
[[fa:راهنما:افزودن تصویر]]
[[ja:ヘルプ:ファイルを追加する]]
[[pt:Ajuda:Adicionando imagens]]
[[ro:Ajutor:Adăugarea imaginilor]]
[[vi:Trợ giúp:Thêm hình ảnh]]