Difference between revisions 1318936 and 1352480 on iswiki

[[Mynd:Western-Ghats-Matheran.jpg|150px|right|Deccan-flæðibasaltið|alt=Deccan-flæðibasaltið|link=]] 
*… að 7500 ára gamlar menjar um '''[[kjúklingabaun]]aræktun''' hafa fundist í Miðausturlöndum?
*… að ríkisstjórn Bretlands viðurkenndi ekki tilvist '''[[Breska leyniþjónustan|bresku leyniþjónustunnar]]''', MI6, fyrr en árið 1994?
*… að ''' [[Deccan-flæðibasaltið]]''' á Indlandi (''sjá mynd'') myndaðist í lok Krítartímabilsins fyrir 60-68 milljónum ára?
*… að hlutverk '''[[Vínarfundurinn|Vínarfundarins]]''' 1815 var að draga upp nýtt landakort af Evrópu eftir fall Napóleons?
*… að '''[[samræmingarverkefni Posts]]''' er oft tekið sem dæmi um óleysanlegt ákvörðunarvandamál?
*… að '''[[flugslysið í Héðinsfirði]]''' árið 1947 er mannskæðasta flugslys sem orðið hefur á Íslandi?
[[Mynd:CongressVienna.jpg|150px|right|Vínarfundurinn|alt=Vínarfundurinn|link=]] 
*… að bókin '''''[[No Logo]]''''' sem kom út 1999 lýsir áhrifum vörumerkja á líf og líðan fólks?
*… að '''[[hvalsauki]]''', vaxkennd olía sem finnst í höfði búrhvala, storknar við 29 gráðu hita?
*… að Tage Ammendrup ritaði greinar í '''''[[Tímaritið Jazz]]''''' til að bregðast við neikvæðri umfjöllun um djasstónlist á Íslandi?
*… að '''[[Emil Thoroddsen]]''' lést aðeins nokkrum dögum eftir að lag hans „[[Hver á sér fegra föðurland]]“ var frumflutt á [[Lýðveldishátíðin 1944|Lýðveldishátíðinni 1944]]?
*… að [[Ungmennafélagið Víkingur]] frá [[Ólafsvík]] mun leika í fyrsta sinn í '''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|Pepsideildinni]]''' á næsta ári?
*… að aðalefnið í '''[[lyftiduft]]i''' er [[matarsódi]]?
*… að '''[[öldusótt]]''' er bakteríusjúkdómur sem smitast í fólk úr ógerilsneyddum matvörum?
*… að [[Jakob Hafstein]] þýddi sænska lagið „Söngur villiandarinnar“ og söng inn á '''[[Jakob Hafstein - Söngur villiandarinnar|samnefnda plötu]]''' árið 1954?
*… að '''[[Mini]]''' (''sjá mynd'') var árið 1999 kosinn annar áhrifamesti [[bíll]] allra tíma á eftir [[Ford T]]?
[[Mynd:Morris_Mini-Minor_1959.jpg|150px|right|Mini|alt=Mini|link=]] 
*… að í '''[[geimklósett]]i''' er loftstraumur notaður til að beina úrganginum í rétta átt?
*… að fyrsta konan sem þreytti [[Viðey]]jarsund var '''[[Ásta Laufey Jóhannesdóttir]]''' árið 1928?
*… að lögin fyrir plötuna '''''[[Led Zeppelin III]]''''' voru flest samin á bóndabæ í [[Wales]]?
[[Mynd:Shard_London_Bridge_May_2012.JPG|100px|right|The Shard|alt=The Shard|link=]] 
*… að skýjakljúfurinn '''[[The Shard]]''' í [[London]] (''sjá mynd'') er hæsta bygging í Evrópu?
*… að nafn aðalsöguhetjunnar Jimmy Plant í myndasögunum '''[[421 (teiknimyndasögur)|421]]''' er gert úr nöfnum [[Jimmy Page]] og [[Robert Plant]] úr hljómsveitinni [[Led Zeppelin]]?
*… að samkvæmt íslenskri þjóðtrú átti að tína '''[[brönugras|brönugrös]]''' á [[Jónsmessa|Jónsmessunótt]] nálægt fjörum?
*… að bandaríski leikstjórinn '''[[John Waters]]''' setti upp [[brúðuleikhús]] í afmælum sem barn? 
*… að '''[[Microsoft Dynamics AX]]''' byggir á IBM Axapta?
*… að tvíburarnir '''[[Jedward]]''' hafa gefið út tvær hljómplötur sem báðar urðu metsöluplötur á [[Írland]]i?
[[Mynd:Eriocrania_unimaculella.jpg|100px|right|Birkikemba|alt=Birkikemba|link=]] 
*… að '''[[birkikemba|birkikembu]]''' (''sjá mynd'') varð fyrst vart í [[Hveragerði]] árið [[2005]]?
*… að breski dýrafræðingurinn '''[[Jane Goodall]]''' er sérstakur sendiherra friðar hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]]?
*… að '''[[búlgarskt lef]]''' er tengt við [[evra|evruna]] á genginu 1,95583?
*… að '''[[Menningar- og vísindahöllin í Varsjá]]''' hét áður ''Menningar- og vísindahöll Jósefs Stalíns''?
*… að frumraun '''[[Wachowski-bræður|Wachowski-bræðra]]''' í kvikmyndagerð var handritið að kvikmyndinni ''[[Assassins]]'' með [[Sylvester Stallone]]?
*… að skólablað nemendafélagsins [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] í [[Menntaskólinn í Reykjavík|MR]]. '''''[[Skinfaxi]]''''', hefur komið út frá 1898?
*… að '''[[döbb]]''' þróaðist meðal plötusnúða á [[Jamaíka]] sem hljóðblönduðu [[reggí]]lög á ákveðinn hátt?
*… að pastategundin '''[[linguine]]''' sem kemur frá [[Genúa]] er oftast höfð með [[pestó]]i eða [[sjávarfang]]i?
*… að '''[[London Stansted-flugvöllur]]''' (''sjá mynd'') var fjórði fjölsóttasti flugvöllur [[Bretland]]s árið 2011?
[[Mynd:Livorno,_Monumento_dei_quattro_mori_a_Ferdinando_II_(1626)_-_Foto_Giovanni_Dall'Orto,_13-4-2006_01.jpg|100px|right|Monumento dei Quattro Mori]] 
*… að [[Þórður Tómasson]] frá [[Skógar|Skógum]] safnaði munum úr Borgarhól við '''[[Stóra-Borg undir Eyjafjöllum|Stóru-Borg]]''' eftir því sem hóllinn eyddist?
*… að í fyrstu '''[[bikarkeppni KKÍ (karlar)|bikarkeppni]]''' [[Körfuknattleikssamband Íslands|Körfuknattleikssambands Íslands]] 1965 sigraði b-lið [[Glímufélagið Ármann|Ármanns]] [[Þór Akureyri]] 46:26?
*… að '''[[þangdoppa]]''' er að jafnaði ljósari að lit í sólríkum fjörum en skuggsælum?
*… að fyrsta áhrifamikla platan sem kennd er við '''[[djassbræðingur|djassbræðing]]''' er ''[[Bitches Brew]]'' eftir [[Miles Davis]]?
*… að '''[[Monumento dei Quattro Mori]]''' („Minnismerki fjögurra mára“) í [[Livorno]] (''sjá mynd'') var reist á 17. öld til minningar um sigra [[Ferdínand 1. de' Medici|Ferdinands 1.]] á [[Sjóræningjar frá Barbaríinu|sjóræningjum frá Barbaríinu]]?
[[Mynd:Kyrrahafsansjósa_(Cetengraulis_mysticetus).gif|100px|right|Kyrrahafsansjósa]] 
*… að '''[[Heyrnleysingjaskólinn]]''' var stofnaður 1909 og nefndist þá „Málleysingjaskólinn“?
*… að samkvæmt '''[[útstreymiskenning]]u''' fjarlægjast hlutir stöðugt fullkominn uppruna?
*… að í kirkjunni á '''[[Ingjaldssandur|Ingjaldssandi]]''' er skírnarfontur eftir [[Guðmundur frá Miðdal|Guðmund frá Miðdal]]?
*… að [[Panama]] var nánast eitt um veiðar á '''[[kyrrahafsansjósa|kyrrahafsansjósu]]''' (''sjá mynd'') til 1970?
*… að '''''[[Í klandri hjá kúrekum]]''''' er þriðja bókin um [[Svalur og Valur|Sval og Val]] en sú 20. sem kom út á íslensku?
[[Mynd:Lesp1.jpg|100px|right|Sjósvala]] 
*… að íslenska kvikmyndin '''''[[Eldfjall (kvikmynd)|Eldfjall]]''''' hefur verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum, þar á meðal í [[Kvikmyndahátíðin í Cannes|Cannes]]?
*… að franski leikarinn '''[[Sebastian Roché]]''' talar fjögur tungumál?
*… að '''[[flokkunarkerfi Aarne-Thompson]]''' er flokkunarkerfi fyrir þjóðsögur, ævintýri og sagnir?
*… að '''[[sjósvala]]''' (sjá mynd) er sjófugl sem tilheyrir ættbálki [[Pípunefir|pípunefja]]?
*… að bandaríska tölvuleikjafyrirtækið '''[[Infocom]]''' var stofnað af nokkrum starfsmönnum og nemendum við [[MIT]]?
*… að '''[[efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis]]''' fjallar um mál er varða viðskipti, skatta og tolla?
[[Mynd:Seagull in flight by Jiyang Chen.jpg|90px|right|Hringmáfur á flugi]] 
*… að '''[[Chris O'Donnell]]''' kom fyrst fram 1986 í sjónvarpsþættinum Jack and Mike?
*… að '''[[Drenthe]]''' er hollenskt fylki sem nær austast í landinu og liggur að þýsku landamærunum?
*… að '''[[máfar]]''' (sjá mynd) eru strandfuglar, oftast gráir eða hvítir með svört svæði á höfði og vængjum?
*… að '''[[Rijksmuseum]]''' hefur að geyma talsvert af málverkum hollensku meistaranna?
*… að '''[[Bayern München]]''' hefur oftar orðið þýskur meistari og bikarmeistari en nokkurt annað félag?
[[Mynd:International Court of Justice.jpg|100px|right|Friðarhöllin]] 
*… að '''[[Alexander Pope]]''' var [[England|enskt]] [[skáld]] sem er einkum þekktur fyrir ádeilukvæði og [[Hómer]]sþýðingar sínar?
*… að '''[[fjallavíðir]]''' er aðlagaður lífi á Norðurslóðum og er sá runni sem þrífst nyrst á jörðinni?
*… að '''[[Friðarhöllin]]''' (sjá mynd) hýsir ýmsar alþjóðastofnanir, þar á meðal [[Alþjóðadómstóllinn|Alþjóðadómstólinn]]?
*… að '''[[handknattleiksárið 1957-58]]''' urðu [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR-ingar]] [[N1 deild karla|Íslandsmeistarar í karlaflokki]] í fyrsta og eina skipti?
*… að '''[[hertogadæmi]]''' er [[lén]] sem heyrir undir [[hertogi|hertoga]]?
[[Mynd:Maquette Bergen op Zoom.jpg|100px|right|Módel af Bergen op Zoom frá fyrri árum.]]
*… að '''[[fjölvaskipun]]''' er í [[tölvunarfræði]] skipun sem skal skipt út fyrir fyrir fram skilgreinda runu setninga sem nefnast fjölvi?
*… að '''[[Fagurskinna]]''' er [[Konungasögur|konungsaga]] sem fjallar um [[Noregskonungar|Noregskonunga]] frá Hálfdáni svarta (um 850) fram til 1177, þegar Sverrir Sigurðsson kom til sögunnar?
*… að '''[[Bergen op Zoom]]''' (sjá mynd) myndaðist við samruna þriggja bæja á miðöldum?
*… að '''[[óeirðirnar í London 2011]]''' hófust með [[Rán (glæpur)|ránum]] og íkveikjum [[6. ágúst]] [[2011]] í hverfinu Tottenham í Norður-London?
*… að '''[[Robert Audi]]''' er málsvari kenningar sem hann nefnir brigðgenga bjarghyggju?
[[Mynd:Achaemenid_Empire_~480_BC.png|100px|right|Persaveldi um 480 f.Kr.]]
*… að '''[[tætifall]]''' er [[reiknirit]] sem breytir gögnum af mismunandi stærðum og gerðum í gildi sem nefnist tætigildi?
*… að '''[[Persaveldi]]''' (sjá mynd) var veldi Akkæmenída frá um 550 f.Kr. til um 330 f.Kr?
*… að '''[[handknattleiksárið 1980-81]]''' hafnaði [[Íslenska karlalandsliðið í handknattleik|karlalandsliðið]] í áttunda sæti á B-keppni í [[Frakkland|Frakklandi]]?
*… að '''[[Latibær]]''' hefur verið sýndur í yfir 100 löndum á meira en tylft tungumála?
[[Mynd:Casino sal.jpg|100px|right|Salur Casinoleikhússins]]
*… að '''[[Nykurtala|nykurtölur]]''' stækka rauntöluásinn með stakinu ε þar sem ε<sup>2</sup> = 0.
*… að '''[[Casinoleikhúsið]]''' (sjá mynd) hafði verið starfrækt í rúma öld þegar það var rifið árið [[1960]]?
*… að '''[[Atlantic Airways]]''' var stofnað af danska flugfélaginu Cimber Air og færeyska ríkinu?
*… að '''[[Rósastríðin]]''' hófust þegar Ríkharði 2. konungi var bolað frá völdum á fyrri hluta 15. aldar?
*… að '''[[árásin á Perluhöfn]]''' var hluti af áætlun [[Japan]]a að verða stórveldi við [[Kyrrahafið]]?
*… að '''[[kjarnasamruni]]''' verður þegar léttar frumeindir sameinast og mynda stærri kjarna?
*… að '''[[Postverk Føroya]]''' var stofnað [[1. apríl]] [[1976]]?
*… að '''[[Al Capone]]''' hóf glæpaferil sinn með því að vinna fyrir John Torrio í [[Chicago]] og tók við veldi hans árið [[1925]]?
[[Mynd:Coa stgallen.svg|100px|right|Skjaldamerki St. Gallen]]
*… að sögu '''[[lestrarfélag]]a''' má skipta í fjögur skeið á tímabilinu [[1790]]-[[1955]]?
*… að '''[[færeyska lögþingið]]''' er eitt elsta lögþing heimsins?
*… að '''[[mjöl]]''' er meginuppistaðan í [[brauð]]i?
*… að '''[[St. Gallen]]''' (''sjá mynd'') í [[Sviss]] er fyrrum klausturríki?
*… að '''[[Nýlistasafnið]]''' er sagt hafa opnað augu almennings fyrir fegurð samtímalistar?
*… að '''[[færeyski fáninn]]''' var samþykktur af [[Bretland|Bretum]] í [[Seinni heimstyrjöldin]]ni?
[[Mynd:Set_partition.svg|100px|right|Jafngildisvensl]]
*… að '''[[Android]]''' stýrikerfið er þróað af Android Inc, fyrirtæki sem var keypt af Google árið 2005?
*… að '''[[Rugludalur]]''' í [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur Húnavatnssýslu]] dregur nafn sitt af því að ókunnugir rugla honum oft saman við [[Blöndudalur|Blöndudal]]?
*… að '''[[Habsborgarar]]''' ríktu sem keisarar yfir [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]] frá 1438 til 1740?
*… að '''[[Persónuleikaröskun|persónuleikaraskanir]]''' eru gagnlegar til að skilgreina hegðunarmynstur en ekki muninn á heilbrigði einstaklinga?
*… að '''[[Jafngildisvensl]]''' (''sjá mynd'') er stærðfræðilegt hugtak sem lýsir venslum sem mynda sundurlæga skiptingu á mengi?
*… að '''[[beinþynning]]''' er langvarandi sjúkdómur í beinum þar sem rýrnun verður á steinefnum og misröðun á innri byggingu beinsins?
*… að '''[[Ferðaskrifstofa ríkisins]]''' var starfrækt á árunum 1936 til 1939?
*… að '''[[Þriðji heimurinn]]''' var upphaflega skilgreindur sem lönd sem stóðu utan við bandalög risaveldanna í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]]?
[[Mynd:Tagore3.jpg|100px|right|Rabindranath Tagore]]
*… að '''[[‎Mohamed ElBaradei]]''', fyrrverandi yfirmaður [[Alþjóða kjarnorkumálastofnunin|Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar]] fékk [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 2005?
*… að '''[[Gula fljót]]''' er vagga kínverskrar menningar?
*… að '''[[127 Hours]]''' er sannsöguleg kvikmynd um fjallgöngumann sem festir höndina og neyðist til að saga hana af?
*… að efnið '''[[Grafín]]''' er eitt atóm að þykkt?
*…  að '''[[Rabindranath Tagore]]''' (''sjá mynd'') fékk [[Bókmenntaverðlaun Nóbels]] árið 1913?
[[Mynd:Chlorine_dioxide_solution.jpg|100px|right|Klórdíoxíðlausn]] 
*… að '''[[BBC One]]''' er vinsælasta sjónvarpstöð Bretlands?
*… að '''[[Fæstosdiskurinn]]''' frá [[Krít (eyja)|Krít]] er ein af þekktustu óráðnu gátum [[fornleifafræði]]nnar?
*… að skáldið '''[[Apolloníos frá Ródos]]''' var bókavörður í [[Bókasafnið í Alexandríu|bókasafninu í Alexandríu]]?
*… að '''[[bankasýsla ríkisins]]''' skal hafa lokið störfum eigi síðar en árið 2015?
*… að '''[[Sögufélag Skagfirðinga]]''' er elsta héraðssögufélag landsins, stofnað árið 1937?
*… að '''[[klórdíoxíð]]''' (''sjá mynd'') er aðallega notað til að bleikja [[pappír]]?
*… að samtökin '''[[Amnesty International]]''' fengu [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 1977?
*… að meðal þeirra yfirbóta sem nefndar eru í '''[[Skriftaboð Þorláks helga|Skriftaboðum Þorláks helga]]''' er að slá sjálfan sig með písk?
*… að '''[[Agnes af Frakklandi, keisaraynja]]''' var orðin ekkja eftir tvo keisara [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverska keisaradæmisins]] fjórtán ára gömul?
*… að ókennilegt fyrirbæri sem sást í [[Vestur-Virginía|Vestur-Virginíu]] 1966-1967 fékk heitið '''[[Mölflugumaðurinn]]''' eftir persónu í sjónvarpsþáttum um [[Leðurblökumaðurinn|Leðurblökumanninn]]? 
*… að stingfrumur '''[[brennihvelja|brennihvelju]]''' geta verið virkar í marga daga eftir að þær losna frá dýrinu?
*… að '''[[Ríkharður ljónshjarta]]''' lærði aldrei að tala [[enska|ensku]]?
*… að eldfjallið '''[[Teide]]''' á [[Tenerífe]] er hæsta fjall [[Spánn|Spánar]]?
*… að í landi '''[[Hreðavatn]]s''' í [[Norðurárdalur (Borgarfirði)|Norðurárdal]] var einu sinni [[surtarbrandur|surtarbrandsnáma]]?
*… að núverandi '''[[Skálholtskirkjur|Skálholtskirkja]]''' er sú tíunda frá upphafi?
*… að '''[[sambandslagafrumvarpið]]''' var samþykkt með 92,5% atkvæða árið [[1918]]?
*… að '''[[Dulminjasafn Reykjavíkur]]''' var til húsa við [[Skálholtsstígur|Skálholtsstíg]] 2 frá 1956 til loka [[1961-1970|7. áratugarins]]?
*… að dómkirkjan í '''[[Speyer]]''' er stærsta [[rómönsk kirkja|rómanska kirkja]] heims?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Image:Umm_Kulthum_2.jpg|120px|Umm Kulthum]]</div>
*… að árið [[1301]] kom fram kona sem sagðist vera '''[[Margrét Skotadrottning]]''' sem hafði látist á skipsfjöl ellefu árum fyrr?
*… að egypska söngkonan '''[[Umm Kulthum]]''' (''sjá mynd'') var nefnd „reikistjarnan úr austri“?
*… að '''[[hollenska veikin]]''' er ójafnvægi sem skapast í [[hagkerfi]] lands vegna aukinnar nýtingar [[náttúruauðlind]]a?
*… að '''[[Net (stærðfræði)|net]]''' er framsetning sem táknar mengi hluta og hvernig þeir tengjast sín á milli?
*… að Daninn '''[[Louis Zöllner]]''' átti 10% hlutafjár í [[Íslandsbanki|Íslandsbanka]] þegar hann var upprunalega stofnaður árið [[1904]]?
*… að árið [[1968]] fórst fjöldi fjár í '''[[Reynishverfi]]''' þegar [[snjóflóð]] féll úr [[Reynisfjall]]i?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Image:6n-graf.svg|120px|Tölusett net með sex hnutum og sjö leggjum.]]</div>
*… að '''[[hagahlynur]]''' (''Acer campestre'') er vinsælt [[dvergtré]]?
*… að hugmyndir um '''[[Styttan af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli|styttu af Ingólfi Arnarssyni á Arnarhóli]]''' má rekja til miðrar [[19. öldin|19. aldar]]?
*… að '''[[Upptyppingar]]''' í [[Ódáðahraun]]i mynduðust við [[eldgos]] undir [[jökull|jökli]] við lok síðasta [[jökulskeið]]s?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Solar_cell.png|120px|Sólarsella]]</div>
*… að aðalnotkun '''[[sólarsella]]''' í heiminum er á afskekktum stöðum þar sem önnur raforkuframleiðsla yrði of dýr?
*… að litarefnið '''[[úmbra]]''' kemur fyrir í þremur [[litur|litatónum]]: hrá, brennd og hrein úmbra?
*… að orð sem sýnast jafngild í tveimur [[tungumál]]um en hafa í raun ólíka merkingu eru kölluð '''[[falsvinir]]'''?
*… að hætt var að nota '''[[hraunhitaveita|hraunhitaveituna]]''' í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] árið 1988?
*… að verðgildi [[gjaldmiðill|gjaldmiðils]] á '''[[gullfótur|gullfæti]]''' getur sveiflast vegna breytinga á framboði [[gull]]s?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:OB090126c-3053_Bessastadir.JPG|120px|Bessastaðakirkja]]</div>
*… að '''[[Eldgosið við Eyjafjallajökul 2010|eldgos við Eyjafjallajökul]]''' 2010 er það fyrsta í jöklinum frá 1821?
*… að '''[[Bessastaðakirkja]]''' (''sjá mynd'') var reist utan um eldri timburkirkju sem síðan var rifin?
*… að bandaríska leikkonan '''[[Khandi Alexander]]''' úr [[CSI: Miami]] vann sem [[dans]]höfundur fyrir [[Whitney Houston]]?
*… að '''[[stjörnugægjar]]''' eru [[wikt:en:botnlægur|botnlægir]] [[fiskur|fiskar]] sem lama bráð sína með [[rafstraumur|rafstraumi]]?
*… að skrifstofubyggingin '''[[Arnarhvoll]]''' var byggð á árunum [[1929]]-[[1930|30]] vegna þess að leiga á skrifstofum ríkisins um allan bæ var of dýr?
*… að elstu heimildir sem tengja '''[[heilagur Georg|heilagan Georg]]''' og [[Dreki (goðsagnavera)|dreka]] eru frá [[11. öldin|11. öld]]?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:George_novgorod.jpg|120px|Heilagur Georg]]</div>
*… að ef [[Ísland]] og [[Noregur]] hefðu ekki gerst aðilar að [[Schengen-samstarfið|Schengen-samstarfinu]] hefði '''[[Norræna vegabréfasambandið]]''' fallið niður?
*… að á '''[[Vetrarólympíuleikarnir 1994|Vetrarólympíuleikunum 1994]]''' tók [[Rússland]] þátt með eigið lið í fyrsta sinn frá árinu 1912?
*… að elsta málverkið í '''[[Alte Pinakothek (München)|Alte Pinakothek]]''' í [[München]] er [[síðasta kvöldmáltíðin|kvöldmáltíðarmynd]] eftir [[Giotto]] frá 1306?
*… að [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]] er stærsti '''[[hvítlaukur|hvítlauksframleiðandi]]''' heims?
*… að hirðstjórinn '''[[Ívar Vigfússon hólmur]]''' fékk það verkefni 1361 að safna öllum [[páfi|páfatekjum]] af ríkjum [[Noregur|Noregs]]?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Arctic_Hare.jpg|120px|Snæhéri]]</div>
*… að glímukappinn [[Jóhannes Jósefsson]] keppti fyrstur Íslendinga á '''[[Sumarólympíuleikarnir 1908|ólympíuleikum 1908]]'''?
*… að '''[[snæhéri]]''' (''sjá mynd'') lifir bæði á [[Grænland]]i og í [[Færeyjar|Færeyjum]] en ekki á [[Ísland]]i?
*… að '''[[Haraldur harðráði]]''' átti tvær eiginkonur samtímis?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Islande_plage_Raudisandur.jpg|120px|Rauðisandur í Barðastrandarsýslu]]</div>
*… að [[umhverfisstofnun]] stefnir að því að friðlýsa '''[[Rauðisandur|Rauðasand]]''' (''sjá mynd'') í áföngum?
*… að '''[[Óðinstorg]]''' var áður sölustaður fisksala sem seldu fisk úr vögnum?
*… að '''[[Weierstrassfallið]]''' er [[samfellt fall]] sem er hvergi [[deildun|deildanlegt]]?
*… að '''[[Google Earth]]''' sýnir ekki bara loftmyndir af [[Jörðin]]ni heldur líka [[Tunglið|Tunglinu]] og plánetunni [[Mars (pláneta)|Mars]]?
*… að nyrsta [[dómkirkja]] á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] er '''[[Magnúsarkirkja (Orkneyjum)|Magnúsarkirkja]]''' í [[Orkneyjar|Orkneyjum]]?
*… að '''[[Spandau]]''' var sérstök borg til ársins 1920 þegar hún varð hverfi í [[Berlín]]?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:St_Magnus_Cathedral_Kirkwall.jpg|120px|Magnúsarkirkja í Orkneyjum]]</div>
*… að stærsti [[flugvél]]aframleiðandi heims er bandaríska fyrirtækið '''[[Boeing]]'''?
*… að '''[[Hákon Aðalsteinsfóstri]]''' þurfti að ganga af [[kristni]]nni þegar hann gerðist [[Noregskonungur]] um árið 935?
*… að landamærastöðin '''[[Checkpoint Charlie]]''' í [[Berlín]] [[Kalda stríðið|Kalda stríðsins]] var aðeins fyrir diplómata?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:CheckpointCharlie1989.jpg|120px|Checkpoint Charlie í nóvember 1989]]</div>
*… að '''[[þörungar]]''' skiptast í [[plöntusvif]] og [[botnþörungar|botnþörunga]]?
*… að fimmtán bækur hafa komið út í myndasögubókaröðinni '''[[Goðheimar]]''' en aðeins fimm verið þýddar á [[íslenska|íslensku]]?
*… að '''[[skjaldarmerki Þýskalands]]''' á rætur sínar að rekja til [[Karlamagnús]]ar sem tók það upp eftir [[Rómaveldi|Rómverjum]]?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Chess_piece_-_Black_knight.JPG|60px|Svartur riddari í skák]]</div>
*… að '''[[sýnineysla]]''' er neysla sem ætlað er að sýna fram á mikinn [[kaupmáttur|kaupmátt]] neytandans?
*… að '''[[tveggja riddara tafl]]''' er algengt svar við '''[[ítalskur leikur|ítölskum leik]]''' í [[skák]]?
*… að '''[[Bartolomeo Cristofori]]''' þróaði fyrsta [[píanó]]ið fyrir ríkisarfann í hertogadæminu [[Toskana]]?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;"></div>
*… að bókin '''''[[Auðfræði]]''''' sem kom út árið [[1880]] er fyrsta íslenska fræðiritið um [[hagfræði]]?
*… að fjallið '''[[Mocho-Choshuenco]]''' (''sjá mynd'') er tvöföld [[eldkeila]] í [[Andesfjöll]]um í [[Chile]]?
*… að landkönnuðurinn '''[[Pýþeas]]''' var frá grískri nýlendu í Suður-[[Frakkland]]i þar sem nú er borgin [[Marseille]]?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Roman_Baths_in_Bath_Spa,_England_-_July_2006.jpg|150px|Rómversku böðin í Bath]]</div>
*… að enska borgin '''[[Bath]]''' (''sjá mynd'') var byggð í kringum einu náttúrulegu [[hver]]ina á [[Bretland]]i?
*… að stjörnumerkið '''[[Gaupan]]''' heitir ''Lynx'' á latínu og er sjáanlegt frá [[Ísland]]i?
*… að öll stökin í '''[[hornalínufylki]]''' sem eru utan aðalhornalínunnar hafa gildið [[núll]]?
*… að [[sæstrengur]]inn '''[[DANICE]]''' sem var tekinn í notkun 31. ágúst 2009 var lagður til að styðja við rekstur [[netþjónabú]]a á [[Ísland]]i?
*… að '''[[Olís]]''' keypti allt hlutafé í versluninni [[Ellingsen]] árið 1999?
*… að '''[[Torfi Jónsson í Klofa]]''' bjó á [[Hvammur í Dölum|Hvammi í Dölum]] og í [[Hjörsey]] á [[Mýrar|Mýrum]] áður en hann flutti að Klofa í [[Rangárvallasýsla|Rangárvallasýslu]]?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Barley_wines.png|150px|Tvenns konar byggvín]]</div>
*… að '''[[byggvín]]''' (''sjá mynd'') er í raun mjög sterkur [[bjór (öl)|bjór]]?
*… að '''[[Konunglega norska vísindafélagið]]''' hét upphaflega „Þrándheimsfélagið“?
*… að í [[Færeyjar|Færeyjum]] nefnist höfuð [[Færeyska heimastjórnin|heimastjórnarinnar]] '''[[lögmaður Færeyja|lögmaður]]'''?
*… að danski rannsóknarsjóðurinn '''[[Carlsbergsjóðurinn]]''' sem [[Vísindafélagið danska]] skipar stjórn í á 51% í bjórframleiðandanum [[Carlsberg]]?
*… að sjónvarpsþættirnir '''''[[CSI: Crime Scene Investigation]]''''' sem gerast í [[Las Vegas]], [[Nevada]], eru kvikmyndaðir í [[Kalifornía|Kaliforníu]]?
*… að fyrsta starfsár '''[[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]]''' voru þar 27 nemendur; sá yngsti sautján ára og sá elsti 28 ára?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:London_,_Kodachrome_by_Chalmers_Butterfield_edit.jpg|150px|Shaftesbury Avenue árið 1949.]]</div>
*… að hverfið '''[[West End (London)|West End]]''' í [[London]] (''sjá mynd'') heitir svo vegna þess að það er vestan megin við [[Charing Cross]]?
*… að algengasta [[steind]] á Íslandi er '''[[kvars]]'''?
*… að í ''[[Gorgías]]i'' heldur '''[[Kallíkles]]''' því fram að það sé ósanngjarnt af hinum veikari að hefta hina sterkari með [[lög]]um?
*… að [[Kvennalandslið Íslands á EM 2009|kvennalandslið Íslands]] í knattspyrnu keppir á [[EM 2009]]?
*… að þegar '''[[Lucius Verus]]''' sneri aftur til [[Róm]]ar eftir að hafa gersigrað [[Parþar|Parþa]] árið 167 bar herinn með sér sjúkdómsfaraldur ([[bólusótt]] eða [[mislingar|mislinga]]) sem stóð í fimmtán ár?
*… að bærinn ''Syðsta-Grund'' í [[Skagafjörður|Skagafirði]] hét öldum saman ''Róðugrund'' eftir krossi sem reistur var á staðnum þar sem [[Brandur Kolbeinsson]] var tekinn af lífi eftir '''[[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]]''' 1246?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Distoleon_tetragrammicus01.jpg|150px|Maurljón]]</div>
*… að kjörorð [[Landhelgisgæsla Íslands|Landhelgisgæslu Íslands]], „Föðurland vort hálft er hafið“ er úr kvæði eftir skáldið '''[[Jón Magnússon (skáld)|Jón Magnússon]]'''?
*… að munurinn á '''[[snakkur|snakk]]''' og '''[[tilberi|tilbera]]''' er að sá fyrrnefndi vefur upp á sig en sá síðarnefndi sýgur í sig?
*… að '''[[maurljón]]''' eða '''sandverpur''' (''sjá mynd'') veiða [[skordýr]] ofan í holu með því að ausa yfir þau sandi?
*… að '''[[rætt fall]]''' er fall sem er [[hlutfall]] tveggja [[margliða]]?
*… að samkvæmt íslenskri þjóðtrú átti '''[[tungljurt]]''' eða '''lásagras''' að opna læsta lása væri hún borin upp að þeim?
*… að um 1980 kom upp sú hugmynd að byggja yfir '''[[Læragjá]]''' í [[Nauthólsvík]]?
*… að lengri gerð '''''[[Böglunga sögur|Böglunga sagna]]''''' er aðeins til heil í [[danska|danskri]] þýðingu frá 1600?
*… að fyrstu [[peningar|peningaseðlar]] í [[Evrópa|Evrópu]] voru gefnir út í [[Svíþjóð]]?
*… að '''[[lokhljóð]]''' (s.s. „P“, „G“ og „T“) eru hljóð sem myndast við það að lokast fyrir útstreymi loftsins um munninn?
<div style="width:150px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Lettlest_adalskipulag2001-2024.svg|150px|Leiðarkerfi léttlestakerfisins]]</div>
*… að '''[[Fiat Uno]]''' var valinn ''[[Bíll ársins]]'' í Evrópu árið 1984?
*… að '''[[Léttlestakerfi höfuðborgarsvæðisins]]''' (''sjá mynd'') er hugmynd um framtíð [[almenningssamgöngur|almenningssamgangna]] í [[Reykjavík]] sem byggir á notkun [[léttlest]]a?
*… að höggmyndin '''[[Sverð í kletti]]''' eftir [[Fritz Røed]] er minnisvarði um [[Hafursfjarðarorusta|Hafursfjarðarorustu]] sem átti sér stað í Noregi á [[9. öldin|9. öld]]?
*… að kvikmyndin '''''[[Ekta grískt brúðkaup]]''''' frá 2002 er tekjuhæsta [[rómantísk gamanmynd|rómantíska gamanmynd]] allra tíma?
*… að fyrstu íslensku '''[[plötusnúður|plötusnúðarnir]]''' störfuðu í [[Tónabær|Tónabæ]]?
*... að '''[[fjallafura]]''' er stundum gróðursett undir gluggum og við niðurföll til að hindra innbrotsþjófa?
*... að fyrsta ferð '''[[landpóstur|landpóstsins]]''' á Íslandi var farin árið [[1782]]?
*... að '''[[Þjóðmálastofnun]]''' er sjálfstæð rannsóknarstofnun innan Háskóla Íslands. sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir og upplýsingamiðlun á sviði velferðar, atvinnu og þjóðfélagsbreytinga?
*... að legsteinn '''[[Till Ugluspegill|Ugluspegils]]''' hefur staðið í [[Mölln]] í [[Þýskaland]]i frá því á [[16. öldin|16. öld]]?
*... að '''[[Jack Holt]]''' var frumkvöðull í hönnun ódýrra [[kæna]] úr [[krossviður|krossviði]] eftir [[Síðari heimsstyrjöld]]?
*... að '''[[súna]]''' er [[smitsjúkdómur]] sem getur borist milli [[dýr]]a og [[maður|manna]]?
<div style="width:130px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Till_Eulenspiegel.jpg|100px|Till Ugluspegill.]]</div>
*... að '''[[snjór]]''' er [[vatn]]s[[úrkoma]] sem er á [[efnisform|formi]] [[kristall|kristallaðs]] [[ís]]s, en snjór samanstendur af mörgum óreglulegum og einstökum [[korn]]um sem nefnast [[snjókorn]]?
*... að '''[[Xfce]]''' er [[gluggaumhverfi]] fyrir [[Unix-lík]] stýrikerfi sem er hannað til þess að þurfa minna [[vinnsluminni]] en önnur gluggaumhverfi.
*... að söngkonan '''[[Leoncie]]''' er [[kaþólska|kaþólsk]]?
*... að konum hefur verið vísað úr '''[[Sundlaugar og laugar á Íslandi|sundlaugum á Íslandi]]''' fyrir að vera [[berbrjósta]] þó að það sé löglegt?
*... að '''[[nafnháttarmerki]]ð''' er einfaldasti orðflokkurinn í íslensku en hann innihaldur bara eitt orð; smáorðið „að“?
*... að '''[[Barnafoss]]''' hét líklega ''Bjarnafoss'' áður fyrr?
*... að '''[[Tintron]]''' er [[hellir]] og [[gervigígur]] við Lyngdalsheiðarveg á milli [[Þingvellir|Þingvalla]] og [[Laugarvatn]]s?
*... að verkið '''[[Nimis]]''' eftir sænska listamanninn [[Lars Vilks]] er miðja „ríkisins“ [[Ladónía|Ladóníu]] sem lýsti yfir sjálfstæði frá [[Svíþjóð]] árið [[1996]]?
<div style="width:130px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Barnafoss_2004.jpg|130px|right]]</div>
*... að '''[[Uttar Pradesh]]''' er fjölmennasta ríki [[Indland]]s, með yfir 190 milljón íbúa?
<div style="width:130px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Nimis_torn_2002.jpg|130px|right]]</div>
*... að '''''[[Ferðin til Limbó]]''''' var fyrsta leikritið sem [[Þjóðleikhúsið]] setti upp eftir íslenska konu?
*... að hundruðum ára munar á mati manna á aldri '''[[Draumkvæðið|Draumkvæðisins]]''' og enginn veit fyrir víst hvernig það er samsett?
*... að sveppurinn '''[[hnyð]]''' (''Ichthyophonus hoferi'') er talinn hafa átt þátt í hruni norska [[síld]]arstofnsins 1991-1993?
<div style="width:130px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Gregor_Mendel.png|130px|right]]</div>
*... að fyrsti '''[[Kaupum ekkert-dagurinn]]''' var haldinn hátíðlegur í [[Vancouver]] árið 1992?
*... að '''[[Gregor Mendel]]''' (sjá mynd) sem kallaður er „faðir erfðafræðinnar“, gerði tilraunir sínar á [[gráerta|gráertum]]?
*... að '''[[Steingrímsstöð]]''', efsta virkjunin í [[Sogið|Soginu]], er jafnframt sú yngsta, tekin í notkun 1959?
*... að '''[[hvítblinda]]''' er truflun á [[sjón]] sem lýsir sér í því að allt rennur saman í eina hvíta heild?
*... að [[Holland|hollenska]] [[eurodance]]-hljómsveitin '''[[Vengaboys]]''' gaf út fjórar [[breiðskífa|breiðskífur]] sem seldust samtals í 15 milljónum eintaka?
*... að '''[[stálormur]]''' er [[eðla|eðlutegund]] sem er án útlima og fæðir lifandi afkvæmi?
<div style="width:130px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Anguidae.jpg|130px|right]]</div>
*... að '''[[Baðhúsfélag Reykjavíkur]]''' var stofnað um leið og fyrsta [[baðhús]]ið var opnað í [[Reykjavík]] árið [[1895]]?
*... að siglingamaðurinn '''[[Torben Grael]]''' er sá [[Brasilía|Brasilíumaður]] sem flest verðlaun hefur hlotið á [[Ólympíuleikar|Ólympíuleikum]], alls fimm verðlaun?
*... að '''[[lífhreinsun]]''' er [[líftækni]] þar sem [[örvera|örverum]], [[sveppur|sveppum]], [[planta|plöntum]] eða [[ensím|ensímum]] þeirra er beitt til að hreinsa upp mengun?
*... að '''[[Íslensk orðsifjabók]]''' er [[orðsifjabók]] eftir [[Ásgeir Blöndal Magnússon]] með 25.000 [[íslenska|íslenskum]] uppflettiorðum sem var fyrst gefin út árið [[1989]]?
<div style="width:130px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Hardangerfjord01.jpg|130px|right]]</div>
*... að '''[[Harðangursfjörður]]''' (sjá mynd) er þriðji lengsti fjörður í heimi?
*... að '''[[skór]]''' samanstanda af sóla, yfirleðri og hæl?
*... að '''[[Guðrún Lárusdóttir]]''' og tvær dætur hennar drukknuðu í [[Tungufljót (Árnessýslu)|Tungufljóti]] eftir að bíll sem þær voru farþegar í fór út af veginum?
*... að '''[[Rögnvaldur Ólafsson]]''' (1874-1917) var fyrsti Íslendingurinn sem nam [[byggingarlist]]?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Alberti PA.jpg|90px|right]]</div>
*... að '''[[Amy MacDonald (söngkona)|Amy MacDonald]]''' er fædd í [[Bishopbriggs]] í Skotlandi?
*... að '''[[Hjörsey]]''' (5,5 km²) er þriðja stærsta eyjan við Ísland?
*... að '''[[Peter Adler Alberti]]''' (sjá mynd) dómsmálaráðherra Danmerkur og [[Íslandsráðherra]] dó árið [[1932]] af völdum áverka eftir að sporvagn keyrði á hann?
*... að bandaríski rithöfundurinn '''[[J. D. Salinger]]''' hefur ekki veitt viðtal síðan 1980 og hefur ekki gefið út verk síðan 1965?
*... að falli '''[[lauf]]blöð''' af plöntu á haustin er hún sögð [[sumargræn jurt|sumargræn]], en ef ekki er hún [[sígræn jurt|sígræn]]?
*... að '''[[MiFID]]''' er tilskipun samþykkt [[1. nóvember]] [[2007]] sem kveður á um aukna samkeppni og neytendavernd í fjárfestingaþjónustu innan [[Evrópska efnahagssvæðið|EES]]?
*... að '''[[Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur|Æskulýðsráð Reykjavíkur]]''', stofnað [[1956]], sá í byrjun um rekstur „tómstundaheimilis“ við Lindargötu?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Airbus_A380.jpg|90px|right]]</div>
*... að '''[[Gúttóslagurinn]]''' átti sér stað við [[Góðtemplarahúsið í Reykjavík]] á horni Templarasunds og Vonarstrætis þar sem bæjarstjórnarfundir voru þá haldnir?
*... að '''[[breiðþota]]''' (''sjá mynd'') er [[farþegaflugvél]] með tvo gangvegi og sjö til tíu farþega í hverri sætaröð?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Bjarni Vigfusson Thorarensen portrait by Auguste Mayer.jpg|90px|right]]</div>
*... að '''[[möttulstrókurinn undir Íslandi]]''' er einn öflugasti [[möttulstrókur]] heims?
*... að '''[[Hólmgarður]]''' er elsti slavneski bærinn sem heimildir eru um í Rússlandi?
*... að segja má að '''[[jarðsaga Íslands]]''' hefjist fyrir um 50-60 milljónum ára?
*... að '''[[setlagafræði]]''' er grein [[jarðvísindi|jarðvísinda]] sem fjallar um [[set]] í víðu samhengi?
*... að algengasta [[Ættarnöfn á Íslandi|íslenska ættarnafnið]] er '''[[Thorarensen]]''' (''sjá mynd af [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]]'')?
*... að '''[[vörtusvín]]''' sjá illa en nota gott lyktarskyn til að leita að fæðu?
*... að '''[[Norður-Atlantshafssveiflan]]''' sýnir loftþrýstingsmun milli [[Ísland]]s og [[Asóreyjar|Asóreyja]]?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Nao_indices_comparison.jpg|50px|right]]</div>
*... að '''[[Búnaðarsamband Suðurlands]]''' átti fyrst að sjá um kennslu í búháttum en rekur nú m.a. ráðunautaþjónustu?
*... að '''[[Kambríumtímabilið]]''' markar upphaf sýnilegs lífs?
*... að ''[[Píanósónata nr. 14 (Beethoven)|Quasi una fantasia]]'' eftir [[Ludwig van Beethoven]] er betur þekkt sem '''''[[Píanósónata nr. 14 (Beethoven)|Tunglskinssónatan]]'''''?
*... að þegar dunur heyrast í [[ís]] á [[stöðuvatn|stöðuvötnum]] sem springur er sagt að '''[[nykur]]inn''' hneggi?
*... að bæði [[fuglar]] og [[slöngur]] teljast til '''[[ferfætlingar|ferfætlinga]]''' sem er yfirflokkur [[hryggdýr]]a?
*... að '''[[Sigurður Þórarinsson]]''' jarðfræðingur var einnig skáld og samdi m.a. ''Þórsmerkurljóð'', ''Vorkvöld í Reykjavík'' og ''Að lífið sé skjálfandi lítið gras''?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;"></div>
*... að ''LOVE'' (''sjá mynd'') er eitt þekktasta verk bandaríska myndlistarmannsins '''[[Robert Indiana|Roberts Indiana]]'''?
*... að '''[[tjara]]''' er seigfljótandi svartur [[vökvi]] sem áður var unninn með því að þurreima [[viður|við]]?
*... að '''[[minnsta samfeldi]]''' tveggja talna a og b er táknað msf(a,b) og '''[[stærsti samdeilir]]''' er táknaður ssd(a,b)?
*... að áin '''[[Sava]]''' rennur frá [[Slóvenía|Slóveníu]] og suður til [[Belgrad]] í [[Serbía|Serbíu]] þar sem hún mætir [[Dóná]]?
*... að '''[[klaufaveiki]]''' er helti í [[nautgripur|kúm]] vegna bólgu í [[klaufir|klaufum]]?
*... að '''[[desíbel|bel]]kvarðinn''' er [[logri|lograkvarði]] sem er kenndur við [[Alexander Graham Bell]]?
*... að fyrsta '''[[Keflavíkurganga]]n''' var gengin þann [[19. júní]] [[1960]]?
*... að vopnuð [[sérsveit]] norsku lögreglunnar, '''[[Beredskapstroppen]]''', hefur á að skipa sjötíu lögreglumönnum?
*... að [[Jónas Jónsson frá Hriflu]] átti í mestu '''[[Listamannadeilan|deilum]]''' við hóp íslenskra myndlistamanna um hvað teldist list árið 1942?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Ayasofya_2006-3.JPG|100px|right]]</div>
*... að kirkjan '''[[Ægisif]]''' í [[Konstantínópel]] (sjá mynd) var stærsta [[dómkirkja]] heims í hartnær þúsund ár?
*... að '''[[varaforseti Bandaríkjanna]]''' er jafnframt forseti [[öldungadeild Bandaríkjaþings|öldungadeildar Bandaríkjaþings]]?
*... að '''[[frumutala]]''' mjólkur getur verið mælikvarði á júgurheilbrigði hjá kúm?
*... að danski fornleifafræðingurinn '''[[Christian Jürgensen Thomsen]]''' átti hugmyndina að því að skipta forsögu mannsins í [[steinöld]], [[bronsöld]] og [[járnöld]]?
*... að '''[[Reykjavíkurbiblía]]''' [[1859]] var síðasta útgáfa [[biblía|biblíunnar]] á [[íslenska|íslensku]] sem innihélt [[apókrýfar bækur]] [[gamla testamentið|gamla testamentisins]] fram að [[Biblía 21. aldar|Biblíu 21. aldar]]?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Christianj%C3%BCrgensenthomsen.png|100px|right]]</div>
*... að '''[[kvikmyndir.is]]''' er íslenskur kvikmyndavefur sem var stofnaður árið 1997?
*... að '''[[Bjarni Halldórsson á Þingeyrum]]''' hélt síðustu [[Gleði (veisla)|gleði]] á Íslandi árið [[1757]]?
*... að '''[[Rutherford B. Hayes]]''' var kosinn [[forseti Bandaríkjanna]] árið [[1876]] með aðeins eins atkvæðis mun?
*... að '''[[Sigrún Þorsteinsdóttir]]''' fékk 5,3% atkvæða í '''[[Forsetakosningar 1988|forsetakosningunum 1988]]'''?
*... að talið er að '''[[Axlar-Björn]]''' hafi myrt átján manns í allt?
*... að nafn '''[[Mógúlveldið|Mógúlveldisins]]''' er dregið af [[persneska]] orðinu yfir [[mongólar|mongóla]]?
*... að '''[[ljóstvistur|ljóstvistar]]''' sem gefa [[innrautt ljós]] eru notaðir m.a. í fjarstýringum?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Eyrnamark.jpg|100px|right]]</div>
*... að leikritið '''''[[Galdra–Loftur]]''''' eftir [[Jóhann Sigurjónsson]] kom út á [[danska|dönsku]] árið [[1915]] undir heitinu ''Ønsket'' eða „Óskin“?
*... að '''[[eyrnamark|eyrnamörk]]''' á [[sauðfé]] (''sjá mynd'') skiptast í ''yfirmark'', sem skerðir eyrnabrodd, og ''undirben'', sem skerða hliðar eyrans?
*... að '''[[Janez Janša]]''', núverandi forsætisráðherra [[Slóvenía|Slóveníu]], sat í hálft ár í fangelsi fyrir að hafa hernaðarleyndarmál undir höndum?
*... að það var '''[[Brandur Sæmundsson]]''', biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]], sem vakti máls á helgi [[Þorlákur Þórhallsson|Þorláks Þórhallssonar]] Skálholtsbiskups við [[Alþingi]]?
*... að '''[[Halldór H. Jónsson]]''' arkitekt sem m.a. teiknaði [[Háteigskirkja|Háteigskirkju]] og [[Áburðarverksmiðjan í Gufunesi|Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi]] var nefndur „stjórnarformaður Íslands”?
*... að viðgerð '''[[Niðarósdómkirkja|Niðaróssdómkirkju]]''' í Noregi hófst árið 1869 en lauk ekki fyrr en árið 2001?
*... að haldin var listasýningin ''Tukt'' fyrir opnum dyrum í '''[[Síðumúlafangelsið|Síðumúlafangelsinu]]''' áður en fangelsinu var lokað?
*... að ætlunin er að öll orka Íslands verði af '''[[endurnýjanleg orka|endurnýjanlegum uppruna]]''' árið [[2050]]?
*... að [[Sovétríkin|Sovétmenn]] opnuðu '''[[Norðausturleiðin]]a''' fyrir reglulega skipaumferð árið [[1935]]?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Nidarosdomen west front plan christie 1903.jpg|100px|right]]</div>
*... að '''[[PostSecret]]''' er vefur þar sem fólk sendir inn nafnlaus póstkort með leyndarmálum sínum?
*... að dæmi eru um að [[fyrirtæki]] á Íslandi séu með meira en helming af bókfærðum eignum í formi '''[[viðskiptavild]]ar'''?
<div style="width:95px;margin:4px;float:right;">[[Mynd:Hvannadalshn%C3%BAkur_in_%C3%96r%C3%A6faj%C3%B6kull_seen_from_Skaftafell.jpg|95px|right]]</div>
*... að '''[[Öræfajökull]]''' (''sjá mynd'') hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma?
*... að '''[[Draumur konu fiskimannsins]]''' er erótísk [[Japan|japönsk]] [[tréútskurður|tréútskurðarmynd]] sem sýnir konu eiga samræði við tvo kolkrabba?
*... að '''[[Jack Nicholson]]''' hélt að afi hans og amma væru foreldrar hans þar til hann var orðinn 37 ára gamall?
*... að '''[[Arnljótur Ólafsson]]''' er álitinn fyrsti íslenski [[hagfræði]]ngurinn þrátt fyrir að hafa ekki lokið prófi?
*... að '''[[Gjögur]]''' á [[Strandir|Ströndum]] var fræg hákarlaveiðistöð á 19. öld?
[[Mynd:JackNicholson%28PhotoCallCannes%29.JPG|100px|right]]
*... að [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkur]] og [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkur]] hafa myndað meirihluta í '''[[Bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi|bæjarstjórn Kópavogs]]''' síðan [[1990]]?
*... að '''[[Arnar Jónsson]]''' hefur leikið flest aðalhlutverk allra íslenskra leikara á sviði, yfir 60 aðalhlutverk?
*... að í '''[[taugavísindi|taugavísindum]]''' skoða menn byggingu taugakerfisins, virkni þess og þroska? 
*... að '''[[Ivy League]]''' háskólarnir hafa á sér það orð að vera með bestu háskólum [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]?
*... að sonur höfundar teiknimyndasagnanna '''[[Ást er...]]''' tók við eftir andlát hennar?
*... að '''[[Þuríður formaður]]''' kom upp um þá sem frömdu '''[[Kambsránið]]''' því hún gat borið kennsl á skó og járnflein sem ræningjarnir skildu eftir á ránsstað?

[[Mynd:Freising manuscript.jpg|100px|right]]
*... að '''[[Áburðarverksmiðjan í Gufunesi|Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi]]''' var lokað fyrr en áætlað var vegna öflugrar sprengingar í október 2001?
*... að skáldsagan '''[[Gangandi íkorni]]''' eftir [[Gyrðir Elíasson|Gyrði Elíasson]] er súrrealísk fantasía sem kom fyrst út [[1987]]?
*... að '''[[Freising-handritin]]''' (sjá mynd) eru elsta skjalið sem til er á [[slóvenska|slóvensku]]?
*... að rithöfundurinn '''[[Joseph Conrad]]''' var af pólskum ættum og hét réttu nafni ''Teodor Józef Konrad Korzeniowski''?
*... að '''[[sletta]]''' er orð úr erlendu máli sem ekki hefur aðlagast hljóð- og beygingarkerfinu, öfugt við '''[[tökuorð]]''' sem hefur aðlagast málinu?
*... að '''[[Gull-Ívar Grjótharði]]''' kom fyrst fram í sögunni ''The Second Richest Duck'' eftir [[Carl Barks]] árið [[1956]]?
*... að '''''[[Áramótaskaup 1966|Áramótaskaupið 1966]]''''' fylgdi á eftir árlegri áramótaútvarpsdagskrá [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpsins]]?
*... að '''[[Sinalco]]''', sem fyrst kom á markað [[1902]], er elsta [[gosdrykkur|gosdrykkjamerki]] [[Evrópa|Evrópu]]?
*... að merki um '''[[spatt]]''' hafa fundist í beinum [[hestur|hesta]] í [[kuml]]um frá [[landnámsöld]]?
[[Mynd:IcelandicHorseInWinter.jpg|140px|right|]]
*... að hljómplatan '''''[[A Momentary Lapse of Reason]]''''' var fyrsta platan sem [[Pink Floyd]] gerði án [[Roger Waters]]?
*... að '''[[bengalska]]''' er fimmta mest talaða [[tungumál]]ið í heiminum í dag?
*... að í ritinu '''''[[Hagstjórnin]]''''' eftir [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkjann]] [[Xenofon]] er m.a. fjallað um þrælahald, trúarbrögð og menntun?
[[Mynd:Hoba_Meteorite.jpg|140px|right|]]
*... að '''[[Hoba-loftsteinninn]]''' (''sjá mynd'') hefur legið óhreyfður þar sem hann lenti nálægt Hoba West-bóndabænum í [[Namibía|Namibíu]] fyrir um 80.000 árum síðan?
[[Mynd:Dyrh%C3%B3laey_2006.jpg|140px|right|]]
*... að '''[[Dyrhólaey]]''' er ekki eyja heldur móbergsstapi sem skagar út í sjó?
*... að '''[[kakemono]]''' er austurasískt [[málverk]] á pappírs- eða silkirenningum sem eru festir við kefli að neðanverðu?
*... að '''[[maurar]]''' eru [[félagsskordýr]] sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og [[vespur]] og [[býflugur]]?
*... að '''[[varpasveifgras]]''' þykir ágætis beitarplanta en þykir ekki æskileg í túnum og er talin til illgresis?
[[Mynd:Ketch-rigged-galeas.png|140px|right|]]
*... að '''[[Brown-háskóli]]''' er eini háskóli Bandaríkjanna sem býður upp á grunnnám í [[Egyptaland]]sfræðum?
*... að '''[[Johan Nicolai Madvig|Johan Madvig]]''' gagnrýndi harkalega viðhorf [[Theodor Mommsen|Theodors Mommsen]] til stjórnartíðar [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]] í riti sínu um stjórnskipun Rómaveldis?
*... að forskeytið „fót-“ í '''[[amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]]''' kemur til af því að hann er leikinn á fótum en ekki t.d. á [[hestur|hestbaki]]?
*... að '''[[innsetningarröðun]]''' tekur lengstan tíma þegar inntakinu er raðað í öfuga röð?
*... að '''[[kentári|kentárar]]''' eru einnig nefndir ''mannfákar'' eða ''elgfróðar''?
*... að '''[[Henry Liddell]]''' var [[England|enskur]] [[fornfræði]]ngur og faðir [[Alice Liddell]] sem var fyrirmyndin að ''[[Lísa í Undralandi|Lísu í Undralandi]]''?
*... að '''[[galías]]''' (''sjá mynd'') var tvímastra, breitt [[seglskip]] sem tíðkaðist nokkuð í [[Ísland]]ssiglingum á [[þilskipaöldin|þilskipaöld]]?
*... að '''[[Ragnhildur Helgadóttir]]''' var kosin [[forseti Alþingis]] fyrst kvenna árið [[1961]]?
*... mikil fiskvinnsla er stunduð í '''[[Klakksvík]]''' sem er næst stærsti bær [[Færeyjar|Færeyja]]?
*... húsið '''[[Skriðuklaustur]]''' sem rithöfundurinn [[Gunnar Gunnarsson]] lét reisa [[1939]] er teiknað af þýskum arkitekt?
*... þegar kennsla hófst við '''[[Melaskóli|Melaskóla]]''' árið [[1946]] voru 850 nemendur þar ?
*... '''[[Aríus]]''' var [[Kristni|kristinn]] kennimaður á [[3. öldin|3.]] og [[4. öldin|4. öld]] sem boðaði að [[Jesús]] væri undir [[Guð]] settur þar sem hann ætti sér upphaf í tíma og hafnaði þannig [[heilög þrenning|þrenningarkenningunni]]?
*... nafn sveitarfélagsins '''[[Aasiaat]]''' á Vestur-[[Grænland]]i merkir „köngulóaborgin“ á [[grænlenska|grænlensku]]?
*... '''[[New Super Mario Bros.]]''' er fyrsti [[Mario]]-leikurinn þar sem sjónarhornið er frá hlið, frá því [[Super Mario Land 2]] kom út [[1992]]?
*... '''[[Demosþenes]]''' var [[Grikkland hið forna|forngrískur]] stjórnmálamaður sem lék stórt hlutverk í uppreisn [[Aþena|Aþenu]] gegn [[Alexander mikli|Alexander mikla]]?
*... '''[[vísitala um þróun lífsgæða]]''' (''sjá mynd'') er [[vísitala]] sem mælir [[lífslíkur]], [[læsi]], [[menntun]] og [[lífsgæði]]?
*... '''[[skólaspeki]]''' var hefð í [[miðaldaheimspeki]] sem reyndi að sætta [[heimspeki fornaldar]] og kristna [[guðfræði]]?
*... fyrsta úthlutun úr '''[[Kvikmyndasjóður Íslands|kvikmyndasjóði]]''' var samtals þrjátíu milljón (gamlar) [[íslensk króna|krónur]]?
*... '''[[fornloftslagsfræði]]''' er vísindagrein sem fæst við [[loftslagsbreytingar]] sem hafa átt sér stað í [[Jarðsaga|jarðsögunni]]?
*... [[gras|grös]]um er skipt í '''[[puntgrös]]''', '''[[axpuntgrös]]''' og '''[[axgrös]]''' eftir því hvernig [[smáax|smáöx]]in sitja á stráinu?
*... '''[[Þjóðleikhúsið]]''' sýnir á fimm [[leiksvið]]um sem geta tekið samtals um þúsund manns í sæti?

*... eitt fyrsta málið sem '''[[Neytendasamtökin]]''' beittu sér í var ''Hvide-vask''-málið svokallaða?
*... '''[[Diomedes Grammaticus]]''' var [[Rómaveldi|rómverskur]] málfræðingur sem samdi ritið ''Ars grammatica''?
*... '''[[XHTML]]''' er [[ívafsmál]] sem svipar mjög til [[HTML]] en notast við strangari ritunarreglur?
*... '''[[Pliníus eldri]]''' var [[Rómaveldi|rómverskur]] fræðimaður, rithöfundur og sjóliðsforingi?
*...  meginuppistaða '''[[Kotasæla|kotasælu]]''' er [[ystingur]] sem búið er að pressa mestu [[mysa|mysuna]] úr?
[[Mynd:Plinyelder.jpg|70px|right|]]
*... '''[[Landhelgisgæsla Íslands]]''' var upphaflega stofnuð [[1. júlí]] [[1926]], tveimur vikum eftir að [[gufuskip]]ið ''Óðinn'' kom til landsins.
*... einn '''[[hestburður]]''' er um hundrað [[kílógramm|kílógrömm]] af þurru [[hey]]i?
*... '''''[[sic]]''''' er [[latína]] og er notað til að sýna að röng eða óvenjuleg stafsetning hafi ekki verið innsláttarvilla?
*... '''[[Broddmjólk]]''' inniheldur mörg lífsnauðsynleg efni sem hjálpa afkvæmum [[spendýr]]a að þroskast og verjast sjúkdómum?
*... '''[[Deildartunguhver]]''' í [[Reykholt (Borgarfirði)|Reykholtsdal]] (''sjá mynd'') er vatnsmesti [[hver]] [[Evrópa|Evrópu]]?
[[Mynd:Islande source Deildartunguhver.jpg|70px|right|]]
*... '''[[frymisgrind]]''' er styrktargrind í frumunum sem er gerð úr holum strengjum?
*... elstu lýsinguna á '''[[Hveravellir|Hveravöllum]]''' er að finna í ferðabók [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] og [[Bjarni Pálsson|Bjarna Pálssonar]] frá [[1752]]?
*... kenningin um '''[[Eyrarsundslásinn]]''' er ein skýring á auknum mætti [[Dansk-norska ríkið|Dana]] í baráttu við [[England|Englendinga]] um yfirráð yfir Norður-[[Atlantshaf]]i á [[15. öldin|15. öld]]?
*... eitrunaráhrif '''[[kolmónoxíð]]s''' stafa af því að það binst [[hemóglóbín]]i í [[blóð]]i og kemur þannig í veg fyrir upptöku [[súrefni]]s?
*... mikilvægasta veiðisvæði hinna fornu [[Grænlendingur|Grænlendinga]] hét '''[[Norðurseta]]''' og var á miðri vesturströnd [[Grænland]]s?
*... ''' [[Wii stöðvar]]nar '''eru aðalvalmynd leikjatölvunnar [[Wii]] frá [[Nintendo]]. Þar er hægt að velja að spila [[tölvuleikur|tölvuleiki]], [[Virtual Console (Wii)|Virtual Console]] leiki eða að kíkja á veðrið eða fréttirnar.
[[Mynd:Nordurseta1.png|75px|right|]]
*... '''[[Gagnstrokka hreyfill]]''' er tegund [[sprengihreyfill|sprengihreyfils]] sem er mikið notuð í [[einkaflugvél]]um?
*... [[geislaálag]] er mælt í '''[[sívert]]um'''?
*... '''[[Þorleifur Halldórsson]]''' skrifaði ''Mendacii encomium'' eða ''[[Lof lyginnar]]'' á siglingu frá [[Ísland]]i til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]?
*... eina bókin sem [[Ludwig Wittgenstein]] gaf út á ævinni var ''[[Rökfræðileg ritgerð um heimspeki]]''?
*...að '''''[[Evrópskur sumartími]]''''' er [[sumartími]] sem fylgt er í öllum [[Evrópa|Evrópu]]löndum nema [[Ísland|Íslandi]]?<br>
*...að '''''[[Columbia (ofurtölva)|Columbia]]''''' er ein öflugasta [[ofurtölva]] í heimi?<br>
*...að '''''[[Barnagæla|Barnagælur]]''''' eins og „[[Kalli litli könguló]]“ eru hefðbundin [[ljóð]] eða [[vísa|vísur]] kenndar og [[söngur|sungnar]] meðal ungra [[barn]]a?<br>
*...að '''''[[Kaldbaksvík]]''''' á [[Strandir|Ströndum]] er stærsta [[vík]]in á milli [[Bjarnarfjörður|Bjarnarfjarðar]] og [[Veiðileysufjörður (Ströndum)|Veiðileysufjarðar]]?<br>
<!--[[Mynd:Gagntæk vörpun.png|left|65px|]]-->
*...að '''''[[Teljanlegt mengi]]''''' er í [[stærðfræði]] [[mengi]] sem er annað hvort teljanlegt eða teljanlega óendanlegt?<br>
*...að '''''[[Náttúrulegar tölur|Náttúrulegar]]''''', '''''[[heiltölur|heilar]]''''', '''''[[ræðar tölur|ræðar]]''''', '''''[[óræðar tölur|óræðar]]''''', '''''[[rauntölur|raun-]]''''' og '''''[[tvinntölur]]''''' eru allt [[talnamengi]] í [[stærðfræði]]?<br>
*...að '''''[[Algildi]]''''' er í [[stærðfræði]] [[fjarlægð]] [[tala|tölu]] frá tölunni [[núll]] á [[rauntalnalína|rauntölulínunni]]?<br>
*...að '''''[[Paka-paka]]''''' olli því að 700 börn lentu á sjúkrahúsi árið [[1997]]?<br>
*...að '''''[[Hiragana]]''''' er annað tveggja [[atkvæðatáknróf]]a í [[japanska|japönsku]]?<br>
*...að '''''[[Matarprjónar]]''''' voru [[þróun|þróaðir]] fyrir um það bil 3000-5000 [[ár]]um í Kína?
[[Mynd:Feb1712.jpg|100px|right|Sænska almannakið árið 1712]]
*...að [[dagur]]inn '''''[[30. febrúar]]''''' hefur komið upp þrisvar í [[mannkynssagan|sögunni]] eða einu sinni í [[sænska tímatalið|sænska tímatalinu]] og  tvisvar í [[byltingartímatal Sovétríkjanna|byltingartímatali]] [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]?<br>
*...að líkurnar á því fá fimm aðaltölur réttar í  '''[[Getraun#Lottó - Íslensk Getspá|Lottói Íslenskrar Getspár]]''' eru einn á móti 501.942?<br>

[[Flokkur:Forsíðusnið]]