Difference between revisions 1579573 and 1615238 on iswiki{{lágstafur}} [[Mynd:Ordabok.is.png|thumb|250px|Skjáskot heimasíðu ordabok.is á ensku.]] '''Orðabók.is''' er [[vefsíða]] þar sem hægt er að leita að orðum á [[íslenska|íslensku]], [[enska|ensku]] eða [[danska|dönsku]] og þýða á milli þessara tungumála. Orðabókin er með [[fallbeyging]]um fyrir [[nafnorð]] og [[lýsingarorð]] og hefur gagnagrunn af [[kennimynd]]um sagnorða. Notendur þurfa að gerast áskrifendur til þess að nota tvítyngdu orðabókina og flestar aðgerðir, en hægt er að fá fría áskrift sem gefur aðgang að vissum hluta orðabókanna. Hægt er að nota vefsíðuna á íslensku eða ensku. Ensk-íslenska og íslensk-enska orðabókin er stöðugt uppfærð og stækkuð, með sérstakri áherslu á nýjustu orð og hugtök í íslensku og ensku á fjölmörgum sviðum. Vefsíðan gefur líka út [[Tölvuorðabókin]]a, sem er [[hugbúnaður]] fyrir [[Microsoft Windows]] og gerir notendum kleift að nota orðabókina án innskráningar á vefsíðuna. Notendur þurfa að vera með sérstaka áskrift til að nota hana. Annar hugbúnaður sem vefsíðan gefur út er [[Málfar]], leiðréttingaforrit sem er líka hannað fyrir Windows og er gert til að leiðrétta texta í Microsoft Word og Microsoft Outlook.⏎ ⏎ == Tengt efni == * [[Snara.is]] == Tenglar == * [http://ordabok.is/ Heimasíða] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4117322 ''Hugmyndin smellpassaði''; grein í Fréttablaðinu 2009] {{stubbur}} [[Flokkur:Orðabækur]] [[Flokkur:Íslenskar vefsíður]] All content in the above text box is licensed under the Creative Commons Attribution-ShareAlike license Version 4 and was originally sourced from https://is.wikipedia.org/w/index.php?diff=prev&oldid=1615238.
![]() ![]() This site is not affiliated with or endorsed in any way by the Wikimedia Foundation or any of its affiliates. In fact, we fucking despise them.
|