Difference between revisions 13365 and 13804 on iswikisource{{Hjálparröð}} Við villulestur finnur þú stundum myndir sem þarf að bæta við bókina. Hérna á eftir eru leiðbeiningar til að fá mynd í sem bestu gæðum, hvernig eigi að hlaða henni inn og setja hana í bókina. == Sækja/Búa til mynd í háum gæðum == Fyrst þurfum við að búa til myndaskrá. === Landsbókasafn og eigin skrár === Fyrir bækur sem þú hefur skannað sjálfur er best fyrir þig að nota myndaskránna sem þú fékkst fyrir viðkomandi blaðsíðu við það að skanna hana. Á sama hátt ef bókin er frá landsbókasafni er best að sækja jpeg skrá blaðsíðunnar. === Google books og Internet Archive === Fyrir PDF skrár frá Google Books og Internet Archive eru tveir möguleikar. Sá fyrri er einfaldari en virkar eingöngu fyrir myndir sem ná yfir alla síðuna. ==== Heilsíðu myndir ==== Fyrir heilsíðu myndir getur þú notast við kóðann <nowiki>{{hrá mynd|{{subst:PAGENAME}}}}</nowiki> á þá blaðsíðu sem myndin er á. Sniðið skilar óþjappaðri mynd á síðuna. ==== Minni myndir ==== Fyrir minni myndir er best að breyta þeim yfir í myndaskrá. DjVu skrár, til dæmis frá Internet Archive, geyma myndir í lélegum gæðum sem stafar af því að þjöppunin í DjVu er mjög mikil og einnig er þjöppuninn sérstaklega ætluð fyrir texta. Þegar þú býrð til myndaskrár frá Internet Archive notaðu alltaf PDF. ''Windows'': Sæktu Nitro PDF Reader. Í því forriti er valmöguleiki til að afrita allar myndirnar úr PDF skjali. ''Linux'': Sæktu Evince. Evince gerir þér kleift að hægri smella á myndina og vista hana. == Hlaða myndinni inn == Skránni er hlaðið inn á sameiginleigan myndagrunn, Wikimedia commons, sem wikiheimild og systurverkefni hennar nota. Myndir úr bókum falla úr höfundarétti á sama tíma og undir sömu skilyrðum og bókin sjálf. [{{fullurl:commons:special:UploadWizard|lang=is}} Hladdu myndinni inn] með lýsandi skráarnafni, ítarlegum upplýsingum um myndina, uppruna og höfund. == Innsetning mynda == Til þess að setja inn mynd farðu fyrst á síðuna þar sem myndin á að fara á og smelltu á "breyta"-flipann. Næst smellir þú á myndahnappinn [[Mynd:Toolbar insert file.png|22px|alt=Bæta við mynd]]. Þá færð þú upp valmynd með eftirfarandi möguleikum: *Skráarnafn er titill myndarinnar *Í myndlýsingu er myndinni lýst í samhengi við það sem kemur fram í texta greinarinnar *Stærð segir til um hversu stór myndin á að birtast í dílum. *Jöfnun segir til um hvar myndin á að vera, hægra megin, vinstra megin eða í miðjunni. *Snið gefur upp fjóra möguleika. **Thumbnail býr til smámynd og sýnir myndlýsingu. **Framed virkjar ramma utan um myndina án myndlýsingar og birtir myndina í fullri stærð. **Frameless býr til smámynd en hefur engann ramma, né myndlýsingu. Fylltu út þessa möguleika svo hún líti svipað út og í bókinni sjálfri. Smelltu á "Vista" þegar þú ert sátt/ur við útkomuna. [[Flokkur:Hjálp]] [[Flokkur:Wikiheimild]]⏎ ⏎ [[ar:مساعدة:إضافة الصور]] [[en:Help:Adding images]] [[fa:راهنما:افزودن تصویر]] [[ja:ヘルプ:ファイルを追加する]] [[pt:Ajuda:Adicionando imagens]] [[ro:Ajutor:Adăugarea imaginilor]] [[vi:Trợ giúp:Thêm hình ảnh]] All content in the above text box is licensed under the Creative Commons Attribution-ShareAlike license Version 4 and was originally sourced from https://is.wikisource.org/w/index.php?diff=prev&oldid=13804.
![]() ![]() This site is not affiliated with or endorsed in any way by the Wikimedia Foundation or any of its affiliates. In fact, we fucking despise them.
|